Drukknun er ekki eins og drukknun

Home/Boating Safety, Water Safety/Drukknun er ekki eins og drukknun

Translations: – English –  汉语 tiếng ViệtEspañolFrançaisPortuguêsromânăDeutschSvenskaČeštinaРусскоAudio Version

Hann stökk alklæddur út í sjóinn, – skipstjórinn, fyrrum björgunarmaðurinn. Hann hafði ekki augun af manneskju, synti að fólkinu sem svamlaði milli fjöru og bátsins sem lá við ankeri. “Hann heldur örugglega að þú sért að drukkna,” sagði maðurinn við konu sína. Þau höfðu verið að busla og ærslast en stóðu nú kyrr. Sjórinn náðu þeim upp að hálsi. “Það er allt í lagi með okkur, hvað er að honum?” spurði hún svolítið pirruð. Maðurinn hrópaði “Allt í lagi hjá okkur!” og bandaði honum frá, en maðurinn synti áfram án afláts.

“Frá!” hreytti hann úr sér þegar hann kom að fólkinu sem skildi ekki hvað gekk á. Nokkrum metrum fyrir aftan þau var 9 ára dóttir þeirra að drukkna.

Loks þegar hún var örugg í fangi skipstjórans brast hún í grát kallaði á „pabba“.

Hvernig áttaði maðurinn sig – úr 15m fjarlægð – á því sem faðirinn gat ekki, aðeins 3m frá telpunni?

Drukknun er ekki æðisgenginn gusugangur og hróp á hjálp, eins og flestir halda. Skipstjórinn var sérþjálfaður, með áralanga reynslu af því að þekkja einkenni yfirvofandi drukknunar. Faðirinn hafði hinsvegar „lært“ af sjónvarpinu.

Þeir sem einhvern tíma eru nálægt vatni (við öll!) ættu að sjá til þess að allir viti fyrir hverju þurfi að vera vakandi, þegar fólk fer útí. Litla stúlkan gaf engin hljóð frá sér fyrr en hún gat hrópað grátandi á “pabba”.
_________________________

Þar sem ég hef verið strandvörður, varð ég alls ekki hissa á þessari frásögn. Drukknun er yfirleitt svo hæglát og hljóðlaus að nærstaddir átta sig alls ekki.

Handapatið, skvetturnar og ópin sem sjást í sjónvarpinu eru sjaldnast raunin.

Eðlislæg viðbrögð við drukknun “The Instinctive Drowning Response” kallar Francesco A. Pia, Ph.D. ósjálfráð viðbrögð fólks sem er að drukkna eða heldur það.
Viðbrögðin eru ólík því sem flestir halda, því það er mjög lítið buslað og ekkert veifað eða hrópað; ekki kallað á hjálp með neinum hætti. Drukknun er svo „lúmsk“  að hún er næst algengust banaslysa barna undir 15 ára (umferðarslys  algengari) – af þeim börnum sem munu drukkna á næsta ári, verður helmingur innan við 25m frá foreldrum/fullorðnum. Í 10% tilvika munu fullorðnir bókstaflega horfa á börnin drukkna, alveg grunlaus. (CDC)

“Drukknun lítur ekki út eins og drukknun”
segir Dr. Pia í blaði strandgæslumanna “Coast Guard’s On Scene Magazine” og lýsir ósjálfráðum viðbrögðum drukknandi manns:

1.         Það er undantekning ef sá sem er við það að drukkna getur kallað á hjálp. Öndunarfærin eru fyrst og fremst til að anda. Röddin er í öðru sæti.
Fullnægja þarf súrefnisþörfinni áður en hægt er að tala.

2.         Munnurinn er ýmist í kafi eða uppúr, – ekki nógu lengi uppúr til þess að ná að anda frá  – anda að – og kalla á hjálp. Ólíklegt er að fólk hafi nema rétt nægan tíma til að – anda snöggt frá sér og aftur að sér – áður en það byrjar að sökkva aftur.

3.         Drukknandi maður getur ekki veifað eftir hjálp. Hann teygir ósjálfrátt út handleggina og þrýstir niður. Þannig réttist líkamann af svo munnur helst uppúr meðan andað er.

4.         Eftir að ósjálfráðu lífsbjargarviðbrögðin (IDR) hafa tekið við, hefur fólk ekki lengur stjórn á handahreyfingum. Af lífeðlisfræðilegum orsökum getur drukknandi maður ekki „hætt við“ og notað viljastyrk til að veifa eftir hjálp, færa sig til björgunarmanns eða teygja sig í björgunartæki.

5.         Líkaminn er í uppréttur/lóðréttur allan tímann sem ósjálfráða sjálfsbjargarferlið er í gangi. Samt virðist fólk ekki sparka frá sér til að halda sér uppi. Án aðstoðar þjálfaðs björgunarmanns, getur maður aðeins barist um í 20-60 sekúndur áður en hann sekkur.

(On Scene Magazine: Haust 2006 bls. 14)

Þetta þýðir auðvitað ekki að sá sem hrópar á hjálp og bægslast um í örvæntingu, sé ekki í alvöru vanda;  „vatnsfelmtur“ (aquatic distress; skyndileg ofsahræðsla í vatni) hefur gripið hann. Ekki gerist þetta alltaf áður en ósjálfráða viðbragðsferlið tekur við. „Vatnsfelmtur“ varir ekki lengi – og öfugt við þá sem raunverulega eru að drukkna, getur fólkið hjálpað til við eigin björgun, – gripið í björgunartaug o.þ.h.

Leitið að einkennum yfirvofandi drukknunar:

 • Vatnið nær hátt – munnur við yfirborð
 • Höfuð hallast aftur – munnur opinn
 • Augun tóm og glansandi – geta ekki einblint („fókusað“)
 • Augun lokuð
 • Hárið niður á enni eða fyrir augum
 • Spyrnir ekki – er lóðréttur í vatninu
 • Ofandar eða sýpur hveljur
 • Reynir að synda en kemst hvergi
 • Reynir að koma sér á bakið
 • Ófær um að koma sér úr vatninu, t.d. við stiga

Þannig sérðu að þótt einhver falli útbyrðis og virðist vera í lagi – skalt þú ekki vera of viss. Það ólíklegasta er raunin, – sé einhver alveg að drukkna – lítur hann ekki út fyrir að vera að drukkna!  ann gæti virst vera að troða marvaðann og horfa upp á þilfar.

Hvernig getur maður verið viss?  Spurðu t.d.: “Er allt í lagi með þig?”
Ef hann getur á annað borð svarað, er sennilega í lagi með hann. En ef þú mætir tómu augnaráði, hefurðu e.t.v. minna en 30 sek. til að komast til hans.

Foreldrar! Börn að leik í vatni eru hávaðasöm. Þegar hættir að heyrast í þeim SKALTU FARA STRAX til þess að komast að orsökinni!

 

Translation by: .Eygló Yngvadóttir

Please shareShare on Facebook6kTweet about this on TwitterShare on LinkedIn0Share on Google+0Pin on Pinterest1Share on Reddit0Email this to someone
By | 2017-05-18T15:30:02+00:00 July 26th, 2010|Boating Safety, Water Safety|19 Comments

About the Author:

 • Thanks to all my Icelandic friends! This is now the second most popular article on my site! 🙂

 • Thanks to all my Icelandic friends! This is now the second most popular article on my site! 🙂

 • Thanks for a great article. Out of curiosity, who translated? It’d be nice to see credits at the bottom.

 • Good idea, Hrafn! Done! It was translated by Eygló Yngvadóttir.

 • Hildurdogg

  thank you so much for this article. I didn´t know it was like that. Every one must read this……….

 • Axeg

  Brilliant article and so true, thank you. My daughter drowned in a public pool two years ago, up to 10 people were in the water at the time but nobody noticed. The luckiest kid in Iceland, alive and well after two minutes underwater but thats another story…

 • Gunnar Hörður

  Great article! A nessesary reading for anyone that is remotely thinking about getting anywhere close to water.

  Regards, Gunnar Hörður – Former lifeguard and current receptionist at the Blue Lagoon(iceland).

 • Pingback: Drowning Doesn’t Look Like Drowning()

 • Asdis Pauls

  Thank you! I’m amazed, with all the flow of all kinds of information I’ve never ever heard about this situation, about time!

 • Cookie

  This is a very well written article and so vitally important for EVERYBODY to read. I have shared it both in Icelandic and English on FB and do hope that it continues to be passed on. Well done.

 • Pingback: Drukknun er ekki eins og drukknun : Sjósunds og sjóbaðsfélag Reykjavíkur()

 • Elsagehr

  Maybe because there was a boy that drowned in a swimmingpool here in Iceland a few days ago… very tragic and we are such a small country so it affects all of us.

 • I am so very sorry. Well over 700 childhood drownings here in the states every year. We are all trying to bring that number down.

 • Ruri Eggertsdottir

  Great article… 😉

 • Kristján in Iceland.

  Thank you for posting this Mario. I blame bad tv for my former belive in this serious matter. We all need to watch out for each other.

 • Eygló Y

  My first translation appearing (semi-) publicly 🙂
  My passion is everything relating to the Icelandic language and I also love digging into other languages.

  When I read this article, I was “abducted” almost half a century into the past, when I thought I were about to drown – and never understood why the “people that I thought were my loving friends and family” – didn’t lift a finger to help me! … Didn’t even look towards me 🙁

  So NOW I UNDERSTOOD – at last.

  I was very moved and I just started to “translate for my friends and FB-mates”
  – Nobody should have to lose a loved one nor know too late that someone had been in trouble within his/her reach – due to lack of knowledge.

  (only tiny things didn’t appear as they were meant to be but it doesn’t matter, merely a question of look” 🙂

  Thanks to Mario Vittone,
  love,
  Eygló Y

 • Pingback: Ertrinken Sieht Nicht aus wie Ertrinken!()

 • Pingback: Drukning ser ikke alltid ut som drukning()

 • Pingback: Ο πνιγμός δε μοιάζει με πνιγμό()